23 september 2005

..að vera eða vera ekki "klukkaður"...

hmm jebbs, nú hefur maður víst verið "klukkaður" af Kollzinu og það er eins gott að standa sig..held að þetta gangi út á að það setja fram 5 staðreyndir um sig sem skifta engu máli..er það ekki rétt skilið??
1. Mér finnst gaman að vaska upp og ég er ALLTAF raulandi eitthvað lag á meðan...
2. Ég er með þann sið já eða ósið að snúa uppá lítinn lokk af hárinu þegar að ég les, eða þegar að fólk er að segja mér eitthvað...
3. ..ég veit fátt betra en flatkökur með smjeri og hangikjeti...namm
4. ..ég hræðist þrjá hluti meir en allt í þessu lífi.....síma, peninga og verslunarmiðstöðvar (sb. Kringlan, Smáralind...etc)..
5. Ég er haldin þeirri sjálfsblekkingu að ég geti "lært" uppí rúmi...aha - sure!!

...já og svona gæti maður haldið endalaust áfram *heh*...nú, mér skilst á öllum að maður eigi að "klukka" einhvern annan svo að maður slíti ekki keðjuna (ég hata keðjubréf...)..held barasta að allir þeir sem að ég veit um hér í netheimum hafi verið "klukkaðir" og fólkið sem mig langar einna helst að "klukka" er ekki með heimasíður svo að...hmmm...hvað gera bændur nú? Má "klukka" einhvern sem hefur verið "klukkaður" - en það er samt ekkert gaman, ætli ég "klukki" ekki Kúrbítinn, sóðabrækurnar (allar einsog þær leggja sig...) og kanski bara Bláu Dísina....

..klukk on....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ljúfan þú varst klukkuð attur svo eins gott að standa undir nafni!!! u go again!!! ert ´ann aftur!!!

Nafnlaus sagði...

alltaf kemst maður að einhverju nýju - finnst þér gaman að vaska upp!!!